top of page

verið velkomin

Góðan og geggjaðan daginn!

​

Þú hefur rekist á vefsíðu mína annaðhvort af tilviljun eða því ég einfaldlega þvingaði linkinum á þig.

​

Síðan mín er partur af rafrænni útskriftarsýningu nemenda í grafískri miðlun og bókbandi, hér getur þú skoðað allt það helsta sem ég hef gert þessar tvær annir á sérsviðinu og lesið þér aðeins til um mig

Um mig
Höddi.jpg

Hörður Helgi heiti ég en flestir kalla mig Hödda. Ég er 27 ára gamall fæddur og uppalinn á paradísareyju sem ber nafnið Heimaey. Já ég er eyjapeyji sem villtist í borg óttans! Allt frá því að ég man eftir mér ætlaði ég mér að verða kokkur og starfaði lengi við það en eftir örlaga-ríkt sumar 2014 brann ég yfir og neistinn fyrir matargerð hvarf. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, allt í einu var draumurinn horfinn sem ég hafði haft frá barnæsku. Ég prófaði ýmis nám en ekkert hentaði mér og fór ég því á hinn almenna vinnumarkað þar starfaði ég við allt frá sjómennsku yfir í að vera rekstrarstjóri á litlum hverfisbar og hverfisbúð.


Seint á árinu 2018, eftir gott spjall við bróðir minn, ákvað ég að prófa eitt nám til viðbótar og sjá hvort ég myndi finna mig í því og varð grafísk miðlun fyrir valinu. En hann hafði sjálfur nýlega útskrifast úr því námi 2017 og hafði ekkert nema gott um það að segja. Ég hóf svo nám í janúar 2019 og sá strax að þarna var eitthvað sem ég hefði svo sannarlega gaman að. Ég lærði í grunninn vefsíðukóðun, mynd-vinnslu, umbrot og hönnun. Ég hugsaði með mér að núna væri ég loksins á réttri braut og viti menn það er korter í útskrift! Leiðin að útskriftinni hefur samt ekki verið auðveld og hafa margar hindranir staðið í vegi mínum en með erfiðis-vinnu og miklum fórnum er þetta að detta í hús. 

Verkefnin Mín

Ef þú hefur brennandi áhuga á að skoða verkefnin mín (væntanlega annars værir þú ekki á síðunni minni) þá smellir þú hér fyrir neðan á hnappana sem eru í boði.

Askur - Tímarit útskriftarnema

​

Í tímaritinu Askur finnur þú samsett tímarit úr öllum Emblum útskriftarnema.

​

Askinn unnum við í sameiningu til að fá samræmt heildarútlit. 

​

Hægt er að skoða tímaritið í heild sinni hér til hliðar.

Gestabók

GESTABÓK

Endilega skildu eftir skilaboð og segðu hvernig þér fannst

bottom of page