
Hörður Helgi
Hallgrímsson
Ráðstefnuverkefni
Ráðstefnuverkefnið var stærsta verkefnið okkar á seinni önn.
Ég stofnaði samtök fyrir jafnrétti kvenna og nefndi ég þau Öll jöfn. Ég hannaði fyrir það kennimerki auk þess að setja upp skýra stefnu samtakanna. Ástæðan fyrir því að ég valdi kvenréttindi var einfaldlega sú að ég vildi fræðast meira um jafnréttisbaráttu kvenna.
Í meðfylgjandi myndagalleríi má finna:
-
Brandbók með kennimerki
-
Dagskrá ráðstefnunnar
-
Dreifibréf
-
5 dálka auglýsing
-
Strætóskýlis auglýsing
-
Matseðill
-
Mappa fyrir ráðstefnugögn
-
Barmmerki
-
Umbúðir fyrir aukahluti
-
Aukahluti
Tæknilegi hlutinn




Í meðfylgjandi myndagalleríi má finna:
-
Prentform fyrir dagskrána
-
Fjölföldun barmmerkja unnin fyrir rifgötun
-
Stansateikningu fyrir möppu
-
Stansateikningu fyrir umbúðir
Kíktu í appið
Æskan og skógurinn
bókarumbrot
Æskan og skógurinn var bókin sem við fengum til að brjóta um á seinni önn.
Þó nokkrar leturprufur voru gerðar til að finna rétta letrið í innsíður og fyrir bókarkápuna.
Hanna þurfti kápu, fortitilsíðu og titilsíðu ásamt því að setja upp kreditsíðu, efnisyfirlit, örnefnaskrá, plöntuskrá og sjö aðra kafla.
Hægt er að skoða bókina í heild sinni hér til hliðar.
Tæknilegi hlutinn
Bókarkápa var sett á prentform bæði fyrir kilju og gormabók.
Prentformagerð fyrir innsíður miðast við upptöku.
Embla
Einstaklingstímarit
Einstaklings tímaritið var mjög skemmtilegt verkefni. Við nemendur fengum frjálsar hendur þegar það kom að efnisvali í tímaritið.
Hjartað mitt mun ávalt liggja í Vestmannaeyjum og fannst mér því tilvalið að nýta tækifærið og setja upp part tímaritsins um eyjarnar mínar.
Einnig þykir mér mjög gaman að ferðast um Ísland og skoða íslenska náttúru. Ég hefði auðveldlega getað gert 100 blaðsíðna tímarit bara um það, en þar sem það var því miður ekki í boði valdi ég að sýna frá náttúru Suðurlands og náttúru Vestfjarða.
Tæknilegi hlutinn
Bæði var sett kápuna og innsíður tímaritsins á prentforma.
Prentformagerð innsíðna miðaðist við innístungu.