
Hörður Helgi
Hallgrímsson
Fyrri Önn
Andlit fyrirtækis

Brandbók fyrir Gógó bílaleigu

Bréfsefni, umslag og nafnspjöld


Brandbók fyrir Gógó bílaleigu
Andlit fyrirtækis var fyrsta verkefnið sem við fengum á sérsviðinu í grafískri miðlun, verkefnið var að hluta til einstaklings og hópaverkefni.
Hver og einn nemandi hannaði kennimerki og gerði fyrir það brandbók.
Kosið var svo um hvaða kennimerki átti að nota og vinna með.
Í meðfylgjandi mynda galleríi má finna:
-
Brandbók með kennimerkinu sem ég hannaði
-
Bréfagögn (Umslag, bréfsefni og nafnspjald)
-
Dreifibréf
-
Heilsíðuauglýsingu í dagblað
-
Skjáauglýsingu
-
Veggspjald
-
Nammi öskju
-
Spilastokk
-
Aukahluti
Tæknilegi hlutinn
Í meðfylgjandi myndagalleríi má finna:
Nafnspjöld á prentformi fyrir fjölföldun - stans fyrir öskju - stans fyrir spilastokk - stans fyrir umslag
HárBæklingur
Hárbæklingurinn var annað verkefnið sem við fengum á sérsviðinu.
Hver og einn nemandi hannaði bækling fyrir útskriftarnema á hársnyrtibraut Tækniskólans.
Hársnyrtinemar kusu svo þann bækling sem varð partur af þeirra útskriftarsýningu.
Hægt er að skoða bæklinginn í heild sinni hér til hliðar.
Hús feðra minna
Bókarumbrot
Hús feðra minna var 3 verkefnið sem við fengum í hendurnar. Í því átti að brjóta um 3 kafla í bók eftir forskrift, hanna og setja upp hlífðarkápu og titilsíður
Tæknilegi hlutinn
Í meðfylgjandi myndagalleríi má finna bókarkápu og innsíður setta upp á prentforma. Innsíðuprentformar eru gerðir fyrir upptöku.
Ljósmyndabæklingur
Ljósmyndabæklingurinn var skemmtilegt verkefni sem unnið var með útskriftarnemum af ljósmyndadeild Tækniskólans.
Í raun fengum við hvert og eitt viðskiptavin sem hafði ákveðnar pælingar og tillögur hvernig hann vildi hafa hann.
Ég lenti á mjög góðum viðskiptavini og í sameiningu varð útkoman stílhreinn og flottur bæklingur sem hægt er að skoða hér til hliðar.
Ljósmyndir eftir Rakeli Rún
Tæknilegi hlutinn
Í meðfylgjandi mynda galleríi má finna prentforma fyrir ljósmyndabæklinginn. Prentformarnir eru unnir fyrir innístungu.
Lokaverkefni
fyrirtækjapakki
Lokaverkefnið var svokallaður fyrirtækjapakki og fengum við að velja úr þremur valmöguleikum. Ég ákvað að velja sérvöruverslun sem sérhæfir sig í vetrasportvörum svo sem snjóbrettum, skíðum og klæðnaði fyrir vetraríþróttir.
Í meðfylgjandi myndagalleríi má finna:
-
Brandbók með kennimerki
-
A4 bækling fyrir birgja
-
A5 útsölubækling
-
Heilsíðuauglýsingu í dagblað
-
Auglýsingu í strætóskýli
-
Vefauglýsingu
-
Veggspjald